Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júlí 2025 13:25 Helgi Dan segir vonir standa til um að Meistaramótið í Grindavík fari af stað í fyrramálið og styttist þar af leiðandi um einn dag. Samsett/Vísir/Arnar/Björn Steinbekk Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir svekkjandi að þurfa að aflýsa fyrsta degi Meistaramóts klúbbsins sem átti að átti að hefjast í dag. Grindvíkingar séu þó allir vanir og stefni á að hefja leik á morgun. Golfklúbburinn greindi frá því á Facebook í morgun að mótið hæfist ekki í dag líkt og til stóð vegna eldgoss sem hófst á Reykjanesskaganum í nótt. Fyrstu kylfingar áttu að hefja leik í morgun en ljóst er að ekkert golf verður spilað á vellinum í dag enda Grindavíkurvegur lokaður almennri umferð. Yfir eitt hundrað kylfingar áttu að hefja leik í dag á fjölmennasta meistaramóti í sögu GG. „Staðan er bara sú að það er náttúrulega enginn að fara að spila golf í Grindavík í dag. En vonandi gengur þetta fljótt yfir og við getum hafið leik á morgun, í fjölmennasta meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur frá stofnun klúbbsins,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG, í samtali við íþróttadeild fyrir hádegið. „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það,“ „Við erum orðin vön að vinna með náttúruöflunum. Við látum þetta ekki á okkur fá,“ bætir Helgi Dan við. Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson Það er nú einhver kaldhæðni örlaganna að þetta skuli hefjast aðfaranótt mótsins, var ekki grautfúlt að fá þessi tíðindi í morgun? „Auðvitað er þetta leiðinlegt. En svona er bara lífið, við tökum því sem að höndum ber. Völlurinn er ekkert í neinni hættu eða slíkt, enda er þetta töluvert langt frá golfvellinum,“ segir Helgi. „Ekkert af þessum gosum hefur verið nálægt okkur, svo við erum alveg rólegir. Reynslan er að það verði opnað fyrir almenning þegar menn sjá að það engin hætta á ferðum og það gerist yfirleitt seinni part dags. Ef þetta er eitthvað líkt fyrri gosum, ákváðum við bara að slaufa þessum fyrsta degi og svo skoðum við með morgundaginn - þegar ákvörðun hefur verið tekin,“ „Við fylgjumst bara vel með og upplýsum okkar fólk um gang mála,“ segir Helgi Dan enn fremur. Líkt og áður segir stefnir í fjölmennasta meistaramót golfklúbbsins frá upphafi og vonast er til að yfir hundrað kylfingar sem skráðir eru til leiks hefji leik á morgun. Fyrra met var nær 80 kylfingum og hefur golfvöllurinn á svæðinu verið vel nýttur í allt sumar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Golf Golfvellir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sjá meira
Golfklúbburinn greindi frá því á Facebook í morgun að mótið hæfist ekki í dag líkt og til stóð vegna eldgoss sem hófst á Reykjanesskaganum í nótt. Fyrstu kylfingar áttu að hefja leik í morgun en ljóst er að ekkert golf verður spilað á vellinum í dag enda Grindavíkurvegur lokaður almennri umferð. Yfir eitt hundrað kylfingar áttu að hefja leik í dag á fjölmennasta meistaramóti í sögu GG. „Staðan er bara sú að það er náttúrulega enginn að fara að spila golf í Grindavík í dag. En vonandi gengur þetta fljótt yfir og við getum hafið leik á morgun, í fjölmennasta meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur frá stofnun klúbbsins,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG, í samtali við íþróttadeild fyrir hádegið. „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það,“ „Við erum orðin vön að vinna með náttúruöflunum. Við látum þetta ekki á okkur fá,“ bætir Helgi Dan við. Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.Vísir/Arnar Halldórsson Það er nú einhver kaldhæðni örlaganna að þetta skuli hefjast aðfaranótt mótsins, var ekki grautfúlt að fá þessi tíðindi í morgun? „Auðvitað er þetta leiðinlegt. En svona er bara lífið, við tökum því sem að höndum ber. Völlurinn er ekkert í neinni hættu eða slíkt, enda er þetta töluvert langt frá golfvellinum,“ segir Helgi. „Ekkert af þessum gosum hefur verið nálægt okkur, svo við erum alveg rólegir. Reynslan er að það verði opnað fyrir almenning þegar menn sjá að það engin hætta á ferðum og það gerist yfirleitt seinni part dags. Ef þetta er eitthvað líkt fyrri gosum, ákváðum við bara að slaufa þessum fyrsta degi og svo skoðum við með morgundaginn - þegar ákvörðun hefur verið tekin,“ „Við fylgjumst bara vel með og upplýsum okkar fólk um gang mála,“ segir Helgi Dan enn fremur. Líkt og áður segir stefnir í fjölmennasta meistaramót golfklúbbsins frá upphafi og vonast er til að yfir hundrað kylfingar sem skráðir eru til leiks hefji leik á morgun. Fyrra met var nær 80 kylfingum og hefur golfvöllurinn á svæðinu verið vel nýttur í allt sumar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Golf Golfvellir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sjá meira