Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 23:31 „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ásthildur átti í kvöld í rökræðum við Njál Ragnarsson, framsóknarmann og forseta bæjarráðs í Vestmannaeyjum úr röðum Eyjalistans. Tilefnið að rifrildinu eru nýlegar fréttir af því að Fiskistofa hafi í kvöld stöðvað strandveiðar þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Ríkisstjórnin hafði gefið loforð um 48 strandveiðidaga í ár, að frumkvæði Flokks fólksins, en frumvarp sem myndi gera 48 daga mögulega var ekki afgreitt á þinginu sem lauk nú. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að til skoðunar sé í atvinnuvegaráðuneytinu hvort og þá hvernig hægt sé að bæta við heimildir strandveiðisjómanna. Njáll deilir fjögurra daga gamalli mynd frá Ásthildi þar sem hún og fleiri þingmenn ræddu við strandveiðimenn á Austurvelli. Njáll bætir við færsluna: „Síðan héldu allir með bros á vör inn í þinghús og tóku ákvörðun um að gera EKKERT fyrir strandveiðimenn.“ Ásthildur svarar í kommentakerfinu og kennir minnihlutanum um: „Það var áhugavert að fylgjast með á síðasta degi þingsins, þegar Þorgerður Katrín sagði að við gætum samþykkt strandveiðifrumvarpið strax á fundinum því ekki stæði á ríkisstjórninni, hvernig þingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum.“ Njáll bendir þá á að ríkisstjórnin sé með meirihluta í þinginu og Björgmundur Örn Guðmundsson og Björn Kristinn Pálmarsson skerast inn í leikinn og taka þar undir með Njáli. Ásta svarar að „öll þjóðin hafi séð hvað gerðist“ og því svara þeir að meirihlutinn sé þó alltaf með dagskrárvald. „Meirihlutinn fer vissulega með dagskrárvaldið,“ viðurkennir Ásthildur, „en þegar minnihlutinn neitar að viðurkenna það og beitir málþófi til að koma í veg fyrir vilja eða dagskrárvald minnihlutans geta góð ráð orðið dýr.“ Hún bætir við: „Þið í minnihlutanum megið svo sannarlega skammast ykkar.“ Björgmundur Örn, einnig framsóknarmaður, svarar þá að það sé „algjörlega 100 prósent á ábyrgð meirihlutans“ að strandveiðifrumvarpið hafi ekki verið tekið fyrir á þinginu.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira