Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:31 Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun