„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:45 Rúnar Kristinsson var sáttur með stigið á útivelli. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. „Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu. Fram Besta deild karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu.
Fram Besta deild karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira