Fótbolti

Guð­rún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í búningi Braga.
Guðrún Arnardóttir í búningi Braga. @scbragafeminino

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir var í dag kynnt sem nýr leikmaður portúgalska félagsins SC Braga.

Guðrún tilkynnti í morgun að hún væri hætt hjá sænska félaginu Rosengård og nú væri rétti tíminn til að leita sér að nýrri áskorun og prófa eitthvað nýtt umferð.

Leið hennar liggur frá Svíþjóð suður til Portúgal.

Braga kynnti Guðrún á miðlum sínum með orðunum: „Nýr klettur í vörninni okkar“. Guðrún skrifar undir tveggja ára samning eða til ársins 2027.

Þetta er annar íslenski leikmaðurinn sem semur við Braga í sumar en áður hafði Ásdís Karen Halldórsdóttir samið við liðið. Braga liðið mætir svo Valskonum í undankeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Guðrún var búin að spila í Svíþjóð í sex ár þar af fjögur hjá Rosengård. Hún var þrisvar sinnum sænskur meistari með félaginu og hefur verið fyrirliði Rosengård á þessu tímabili.

Braga endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð, tuttugu stigum á eftir meisturum Benfica og tólf stigum á eftir Sporting sem varð í öðru sæti.


Tengdar fréttir

Guðrún kveður Rosengård

Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er á tímamótum því hún tilkynnti í morgun að hún væri að yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×