Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 18. júlí 2025 20:00 Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun