Innlent

Litlu mátti muna: Glanna­legur fram­úr­akstur í Hörg­ár­dal

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Litlu mátti muna eins og sést á myndbandinu.
Litlu mátti muna eins og sést á myndbandinu. Aðsend

Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni.

Samviskusamur lesandi tók myndbandið hér að neðan og hneykslaðist á áhættusækni téðs ökumanns enda hefði auðveldlega getað verr farið og framúrakstur stórhættulegur meira að segja við kjörnar aðstæður.

Atvikið átti sér stað í Hörgárdal, nánar tiltekið við Skógarbakka innan Þelamerkur um kvöldmatarleytið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×