Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:03 Alireza Faghani tekur í hendi Donalds Trump en fyrir þetta er hann álitinn verða föðurlandssvikari í Íran. Getty/Robbie Jay Barratt Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira