„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:32 Diljá Ýr Zomers mætir til leiks á Evrópumótinu í Sviss. Hún var í hópnum en fékk þó ekki að spila í þremur leikjum íslenska liðsins. Getty/Aitor Alcalde Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá. Norski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá.
Norski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn