Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 10:32 Tvennt hélt til fjalla við Ytrárfjall norður af Ólafsfirði á föstudagseftirmiðdegi en lentu í sjálfheldu. Fjallabjörgun þurfti til, línur og tryggingar. Björgunarmenn hjálpuðu í nótt tveimur göngumönnum sem höfðu komið sér í sjálfheldu í Ytrárfjalli norðan við Ólafsfjörð. Björgunarmenn sigu með fólkið niður fjallið og komust allir óhultir af. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun. Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafi björgunarsveitum borist aðstoðarbeiðni frá tveimur sem höfðu komist í sjálfheldu í Ytrárfjalli vestan Rauðskarða, sem eru rétt norður af Ólafsfirði. Fólkið hafi verið á göngu frá því fyrr um daginn, verið sæmilega búið og óslasað, en ekki treyst sér ekki áfram né sömu leið til baka. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru boðaðar út til aðstoðar. Veður var sæmilegt, þokkalegur hiti og lítill vindur, en ljóst að þoka gæti lagst yfir svæðið. Fyrstu björgunarmenn komust að fólkinu upp úr miðnætti og var það orðið frekar stirt og aðeins farin að finna fyrir kulda. Landsbjörg segir aðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar, talsvert brattlendi, klettar og laust grjót. Því hafi þurft að tryggja aðstæður eins og kostur var með öryggi allra í huga. Einnig hafi heitir drykkir fluttir að vettvangi. Á meðan björgunarfólk fetaði sig upp brattann að fólkinu var hugað að því að koma ökutækjum inn dalinn til að auðvelda niðurför að aðgerð lokinni og var hægt að keyra buggy-bíl og mikið breytta björgunarsveitarbíla upp torfarin slóða í dalnum. Siglínur voru notaðar við björgunaraðgerðina. Þegar hópur björgunarmanna voru komnir upp brattann að fólkinu var hafist handa við að tryggja aðstæður og undirbúa niðurför. Siglínur voru festar í bergið og fólkinu komið í sigbelti og undirbúið til niðurfarar. Síga þurfti niður fjallið í þremur spönnum, eða þremur hlutum, þar sem sigið var niður hverja spönn fyrir sig áður en haldið var áfram. Verkið vannst hægt, fyrst og fremst vegna aðstæðna í fjallinu, en einnig lagðist þoka yfir svæðið um tíma og gerði björgunarfólki erfiðara fyrir. Hægt og rólega var fólkið aðstoðað niður hverja spönn fyrir sig. Rétt fyrir fjögur í nótt var búið að aðstoða fólkið niður mesta brattann, en hluti björgunarmanna var enn í fjallinu. Þegar allir voru komnir niður þessa þriðju spönn, var hópurinn kominn á svæði þar sem göngufært var niður í dalinn, þar sem bílar björgunarsveita biðu eftir að flytja fólk og björgunarmenn niður dalinn. Það var svo á sjötta tímanum í morgun að allir voru komnir niður dalinn. Síðustu björgunarmenn skiluðu sér í bækistöðvar rétt fyrir sjö í morgun.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira