Innlent

Hjól­reiða­maður féll í Reykjadölum

Agnar Már Másson skrifar
Þyrla
Þyrla Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum vegna hjólreiðamanns sem hafði slasast á útivistarsvæði í Ölfusi.

Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segir við blaðamann að hjólreiðamaður hafi dottið í Reykjadölum í Ölfusi. 

„Þetta er ekkert alvarlegt en til að gefa einstaklingnum sem besta þjónustu var þyrlan kölluð út,“ segir Viggó en útkallið barst um klukkan 10.20 í dag.

„Þetta er langt, tekur tíma,“ bætir hann við en Reykjadalir eru við Hrafntinnuhraun norðan Mýrdalsjökuls. Reykjadalir eru eitt vinsælasta útivistarsvæðið í Ölfusi.

Reykjadalir eru við við Hrafntinnuhraun norðan Mýrdalsjökuls.Skjáskot/map.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×