„Þetta er ekki eiturgas“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2025 21:31 Þorsteinn Jóhannsson er sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun Vísir/Lýður Valberg Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“ Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira