Fótbolti

Rashford mættur til Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Marcus Rashford verður kynntur sem nýr leikmaður Barcelona.
Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Marcus Rashford verður kynntur sem nýr leikmaður Barcelona. MB Media/Getty Images

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er mættur til Barcelona og mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Börsunga á næstunni.

Rashford lenti í Barcelona í gærkvöldi, sunnudagskvöld, eftir að forráðamenn United gáfu honum grænt ljós á það að ganga frá samningi við spænska stórveldið.

Samningaviðræður Barcelona og United hafa gengið hratt fyrir sig og náðu félögin samkomulagi um helgina.

Rasford hefur nú fengið leyfi frá United til að ganga frá samningnum, en gert er ráð fyrir að hann muni skrifa undir eins árs lánssamning við Barcelona með möguleika á kaupum eftir að lánstímanum lýkur.

Marcus Rashford hefur verið hluti af aðalliði Manchester United frá árinu 2015. Á þeim tíma leikið 287 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 87 mörk.

Hann hefur hins vegar ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum Ruben Amorim, sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rashford lék því seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×