Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira