Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Muriel Bowser borgarstjóri er líklega ekki sátt við Trump þessa dagana. vísir/getty Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn. NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars. NFL Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars.
NFL Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira