Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun