„Ég held að þetta sé ekki bóla“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, og Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. vísir/bjarni Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur. Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur.
Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels