Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 18:01 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun