Innlent

Um­ferð beint um Þrengslin í dag

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hellisheiði verður lokað til vesturs milli níu og fjögur í dag.
Hellisheiði verður lokað til vesturs milli níu og fjögur í dag. Vísir/Vilhelm

Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg.

Frá þessu er greint í tilkynningu Vegagerðarinnar, en þar segir að viðeigandi merkingar og hjáleiðir verði settar upp.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Þá segir að vinnusvæðin séu mjög þröng og tæki verði við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×