Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:23 Maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá bandaríska sendiráðinu í Osló. Getty Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan. Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan.
Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira