„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2025 21:10 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum. Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum.
Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira