Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:59 Sandstormur í Kimberley, í Vestur-Ástralíu. Mynd úr safni. Getty Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að ríki mættu höfða mál hvert gegn öðru vegna loftslagsbreytinga, meðal annars vegna sögulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið. Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Dómarinn við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi benti þó á við dómsuppkvaðningu í dag að það gæti reynst erfitt að sanna hver olli hvaða loftslagsbreytingum. Úrskurðurinn er ekki bindandi að sögn BBC, sem hefur þó eftir lögfræðingum að hann gæti haft miklar afleiðingar. Má hann teljast sigur fyrir ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Aðgerðarsinnar sofa værar Málið á rætur að rekja til ársins 2019 þegar laganemar frá Kyrrahafseyjum, sem eru í fremstu víglínu loftslagsbreytinga vegna hækkandi sjávarborðs, fengu hugmyndina að málsókninni. „Í kvöld mun ég sofa værar,“ hefur BBC eftir Floru Vano, aðgerðarsinna frá Kyrrahafseyjunni Vanúatú sem er talin vera landið sem er hvað viðkvæmast fyrir öfgaveðri á heimsvísu. „Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur viðurkennt það sem við höfum gengið í gegnum, þjáningu okkar, seiglu og rétt okkar til framtíðar“ Alþjóðadómstóllinn í Haag er talinn æðsti dómstóll heims og hefur lögsögu um allan heim. Lögfræðingar hafa sagt BBC að hægt væri að nota álitið strax í næstu viku. Bandaríkin ekki sloppin þó þau dragi sig úr Parísarsáttmálanum Aðgerðarsinnar og loftslagslögfræðingar vonast eftir því að þessi tímamótaákvörðun ryðji brautina fyrir bætur frá ríki sem hafa sögulega brennt mest af jarðefnaeldsneyti og talin bera mesta ábyrgð á hlýnun jarðar. Mörg fátækari ríki studdu málið og héldu því fram að þróuð ríki stæðu ekki við núverandi loforð um að takast á við vaxandi vandamálið. En þróuð ríki héldu því fram að núverandi loftslagssamningar, þar á meðal samningur Parísarsáttmálinn frá 2015, væru fullnægjandi og að ekki þyrfti að leggja á frekari lagalegar kvaðir. Dómstóllinn hafnaði því. Dómari Iwasawa Yuji sagði einnig að ef ríki þróuðu ekki metnaðarfyllstu mögulegu áætlanir til að takast á við loftslagsbreytingar myndi það fela í sér brot á loforðum þeirra í Parísarsáttmálanum. Hann bætti við að víðtækari alþjóðalög giltu, sem þýðir að ríki sem hafa ekki skrifað undir Parísarsamninginn — eða vilja draga sig úr honum, eins og Bandaríkin — eru samt skyldug til að vernda umhverfið, þar á meðal loftslagskerfið.
Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira