Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:00 Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar