Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 10:18 Kári Stefánsson hefur beðist afsökunar á ummælunum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári. Íslensk erfðagreining Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári.
Íslensk erfðagreining Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira