Upp­gjörið: KR - Breiða­blik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Mathias Præst skoraði mark KR-inga.
Mathias Præst skoraði mark KR-inga. vísir / jón gautur

KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á nýju gervigrasi KR-inga í Vesturbænum í kvöld.

KR-ingar sem höfðu beðið í 233 daga eftir því að spila á heimavelli vígðu loks nýtt gervigras í sextándu umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar þeir tóku á móti Breiðablik á Meistaravöllum.

Amin Cosic sem skrifaði undir hjá KR á dögunum byrjaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Luke Rae sem hefur verið að glíma við meiðsli í sumar byrjaði einnig leikinn en fór útaf í hálfleik.

KR-ingar byrjuðu að krafti og átti Aron Sigurðarson nokkur ágætis skot sem rötuðu þó ekki í netið.

á 17. mínútu leiksins varði Halldór Snær markvörður KR-inga í tvígang áður en Kristinn Steindórsson kom boltanum í netið, markið fékk þó ekki að standa þar sem Valgeir Valgeirsson braut af sér áður en Kristinn fékk boltann.

KR-ingar vildu fá víti á 29. mínútu er Amin Cosic féll í teig gestanna þegar Valgeir Valgeirsson fór í tæklingu. Dómari leiksins með allt á hreinu því Valgeir náði til boltans fyrst.

Fyrsta mark leiksins kom svo á 45. mínútu þegar Jóhannes Kristinn Bjarnason kemur með langan bolta fram á Matthias Præst Nielsen sem kemur sér fram fyrir vörn gestanna og klobbar markvörð Blika. 1-0 fyrir heimamenn og þannig stóðu leikar í hálfleik.

KR-ingar gerðu eina breytingu á sínu liði í hálfleik en þá kom Atli Sigurjónsson inn fyrir Luke Rae sem hefur verið að glíma við meiðsli.

KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti líkt og þeim fyrri og gerði Halldór Árnason tveggja manna breytingu á 55. mínútu. Jöfnunarmark Blika kom á 59. mínútu og var ekki af verri gerðinni. Anton Logi Lúðvíksson sendir boltann á Ágúst Orra á vinstri kantinn og tekur Ágúst sprettinn að marki heimamanna og neglir boltanum með vinstri fæti í þaknetið.

Bæði lið héldu áfram að sækja en komu boltanum ekki í netið.

1-1 jafntefli því niðurstaðan og mikilvægt stig fyrir KR-inga í fall baráttunni.

Atvik leiksins

Ekkert sérstakt atvik sem stóð uppúr en virkilega skemmtilegur leikur og hefðu geta verið fleiri mörk.

KR-ingar vildu fá vítaspyrnu á 78. mínútu eftir að skalli frá Atla Sigurjónssyni virtist fara í höndina á Valgeiri Valgeirssyni.

Stjörnur og skúrkar

Aron Sigurðarson var afar öflugur fyrir KR-inga og óheppinn að koma boltanum hreinlega ekki í netið.

Ágúst Orri Þorsteinsson flottur á vinstri kantinum fyrir Blika og þegar hann kemst í boltann er hann afar hættulegur.

Valgeir Valgeirsson átti í smávægis basli með Amin Cosic á hægri kantinum og sama má segja um Ástbjörn Þórðarson sem átti erfitt með að halda í Ágúst Orra Þorsteinsson.

Stemning og umgjörð

Frábær stemning á nýja vellinum hjá KR-ingum, og greinilegt að stuðningsmenn heimamanna byrjuðu snemma.

Dómarar

Ívar Orri Kristjánsson, Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender sáu um dómgæsluna hér í kvöld, engin vafamál að mínu mati og héldu dómararnir vel utan um leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira