Íslenski boltinn

Sjáðu Peder­sen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Pedersen fagnar marki sínu í gær.
Patrick Pedersen fagnar marki sínu í gær. Sýn Sport

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Valsmenn náðu tveggja stiga forskoti á toppnum með 3-1 sigri á FH. Valsmenn hafa verið á miklu skriði og líta mjög vel út.

Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins og jafnaði með því markamet Tryggva Guðmundssonar. Nú eru þeir jafnir með 131 mark í efstu deild.

Lúkas Logi Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson komu Val í 3-0 áður en Sigurður Bjartur Hallsson minnkaði muninn fyrir FH.

Klippa: Mörkin úr leik Vals og FH

Víkingar voru nálægt því að ná Valsmönnum að stigum en fengu á sig jöfnunarmark með síðustu spyrnu leiksins í 2-2 jafntefli á móti Fram.

Nikolaj Andreas Hansen og Atli Þór Jónasson komu Víkingum tvívegis yfir í leiknum. Jakob Byström skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu frá Kennie Knak Chopart en Kennie skoraði jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma með skoti beint úr aukaspyrnu.

Klippa: Mörkin úr leik Fram og Víkings

Vestramenn skoruðu langþráð mörk og unnu langþráðan sigur á ÍBV í mikilvægum leik á Ísafirði. Diego Montiel skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara fyrir Ágúst Eðvald Hlynsson sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Vestra. 2-0 sigur hjá Vestra og fallbaráttan kvödd í bili.

Klippa: Mörkin úr leik Vestra og ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×