Innlent

Mikil um­ferð á gos­stöðvunum og ó­vissa á Grundar­tanga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við fulltrúa landeigenda við gosstöðvarnar á Reykjanesi. 

Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og landeigendur hafa lokað vegarslóða sem liggur í átt að eldgosinu. Deilur hafa síðan risið í kjölfarið. 

Einnig tökum við stöðuna á sjálfu gosinu en gat hefur myndast í eina gígnum sem enn gýs úr. 

Að auki verður rætt við Ólaf Adolfsson alþingismann um yfirvofandi tolla sem ESB gæti sett á innflutning á kísilmálmi frá Íslandi. Það gæti sett starfsemi Elkem á Grundartanga í uppnám. 

Í sportpakka dagsins verður svo fjallað um nýslegið markamet í Bestu deildinni. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×