Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 09:33 Oliver Ekroth reynir að ræða við Helga Mikael Jónasson sem hefur dæmt aukaspyrnu fyrir framan teiginn. Ekroth var síðan alveg sofandi í varnarveggnum. Sýn Sport Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira
Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Sjá meira