Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júlí 2025 14:43 Ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Rafn Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. Það vakti mikla athygli, og óánægju ráðamanna, þegar Færeyingar gerðu umfangsmesta fiskveiðisamning í sögu landsins við Rússland seinna sama ár og Rússar réðust inn í Úkraínu. Í honum var Rússum lofað tæplega hundrað þúsund tonnum af kolmunna, síld og makríl úr færeyskri lögsögu. Samningurinn jafngilti fimm prósentum þjóðarframleiðslu Færeyja þegar hann var undirritaður samkvæmt þáverandi sjávarútvegsráðherra. Síðan þá hefur þó ýmislegt breyst og nú boðar lögmaðurinn stefnubreytingu. Við setningu lögþingsins í dag sagði hann að landstjórnin hygðist víkka núverandi heimildir sínar til að allar refsiaðgerðir í lögsögu Evrópusambandsins, Noregs og Íslands taki einnig til þeirrar færeysku. „Þeir vilja verða trúverðugir“ Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart en þó að um kaflaskil sé að ræða í sambandi Færeyja og Rússlands. „Þetta kemur ekkert á óvart af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta sæta þeir auknum þrýstingu að utan að taka nú þátt. Þeir vilja verða trúverðugir. Það þýðir ekkert að sækja um aðild að Norðurlandaráði eða Alþjóðaviðskiptastofnuninni nema þú byggir upp ákveðinn trúverðugleika sem samstarfsaðili sem hægt er að reiða sig á.“ „Svo er aukin gagnrýni hér innanlands hjá almenningi og þingmönnum um þennan samning. Bæði út af stríðinu í Úkraínu og líka vegna þess að fólk hefur áhyggjur af því hvernig Rússarnir ganga um færeysku fiskveiðiauðlindina,“ segir Hannes. Aðspurður segist hann ekki telja að Færeyingar séu að fórna fimm prósent landsframleiðslu sinni fyrir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni enda hafi eðli samstarfs Rússa og Færeyinga í sjávarútvegi breyst á undanförnum árum. Samningarnir séu nú gerðir á ársgrundvelli og umfang þeirra takmarkaðra. Þó séu umfangsmiklar fjárfestingar í húfi. „Færeyingar hafa verið að fjárfesta í risastórum, velútbúnum, rándýrum úthafsskipum sem eru bókstaflega gerð fyrir veiðar í Barentshafi, bæði í norskri og rússneskri lögsögu. Það er enginn annar staður fyrir þessi skip þanngi að auðvitað skiptir það Færeyinga máli að hafa aðgang að þessum miðum,“ segir hann. Fögur fyrirheit en óljóst um efndirnar Hann segir þó samstarfið hafa dregist saman undanfarin ár samhliða því að heimildir Rússa til að eiga bein viðskipti í Færeyjum hafa verið takmörkuð. „Fram til dagsins í dag gátu þeir landað hérna undir ákveðnum skilyrðum og gátu leitað til hafnar í neyð og keypt sér varahluti ef eitthvað kom upp á. En Evrópusambandið var að herða refsiaðgerðirnar í maí og svo verður að koma í ljós hvað gerist. Nú er lok júlí og við erum ekki að tala um heilsársveiðar. Þetta eru árstíðarbundnar veiðar í lögsögum beggja ríkja og þorri veiðitímabilsins liðinn núna,“ segir Hannes. Af Þinganesi þar sem skrifstofur lögmanns eru.Sven-Erik Arndt/Arterra/Universal Images Group via Getty Þrýstingur jafnt innanlands sem utan- hafi gert ákvörðunina óhjákvæmilega. Ljóst sé þó að töluverðir hagsmunir séu í húfi hjá færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Ef þetta leggst alfarið af gæti orðið effitt fyrir sum þessara fyrirtækja sem hafa verið að fjárfesta í þessum rándýru skipum. Ég held að við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í framkvæmdinni. Það skiptir mestu máli að fylgjast með því hvernig efndirnar verða,“ segir Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum. Áhyggjur af ólöglegum veiðum Norðursjór er ekki eini hluti Norður-Atlantshafs þar sem blikur eru á lofti í fiskveiðistjórnun. Norðmenn og Rússar hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Norðmenn meinuðu nýlega tveimur rússneskum sjávarútvegs að veiða í lögsögu sinni og sigla í norska höfn. Fyrr í dag var ræðismaður Noregs í Rússlandi boðaður á fund utanríkisráðuneytis Rússland þar sem aðgerðunum gegn sjávarútvegsfélugunum rússnesku Norebo og Murman Seafood var formlega mótmælt. Rússar segja þær ólögmætar og brjóta gegn tvíhliða samstarfssamningi ríkjanna um fiskveiðistjórn í Barentshafi. Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Það vakti mikla athygli, og óánægju ráðamanna, þegar Færeyingar gerðu umfangsmesta fiskveiðisamning í sögu landsins við Rússland seinna sama ár og Rússar réðust inn í Úkraínu. Í honum var Rússum lofað tæplega hundrað þúsund tonnum af kolmunna, síld og makríl úr færeyskri lögsögu. Samningurinn jafngilti fimm prósentum þjóðarframleiðslu Færeyja þegar hann var undirritaður samkvæmt þáverandi sjávarútvegsráðherra. Síðan þá hefur þó ýmislegt breyst og nú boðar lögmaðurinn stefnubreytingu. Við setningu lögþingsins í dag sagði hann að landstjórnin hygðist víkka núverandi heimildir sínar til að allar refsiaðgerðir í lögsögu Evrópusambandsins, Noregs og Íslands taki einnig til þeirrar færeysku. „Þeir vilja verða trúverðugir“ Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart en þó að um kaflaskil sé að ræða í sambandi Færeyja og Rússlands. „Þetta kemur ekkert á óvart af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta sæta þeir auknum þrýstingu að utan að taka nú þátt. Þeir vilja verða trúverðugir. Það þýðir ekkert að sækja um aðild að Norðurlandaráði eða Alþjóðaviðskiptastofnuninni nema þú byggir upp ákveðinn trúverðugleika sem samstarfsaðili sem hægt er að reiða sig á.“ „Svo er aukin gagnrýni hér innanlands hjá almenningi og þingmönnum um þennan samning. Bæði út af stríðinu í Úkraínu og líka vegna þess að fólk hefur áhyggjur af því hvernig Rússarnir ganga um færeysku fiskveiðiauðlindina,“ segir Hannes. Aðspurður segist hann ekki telja að Færeyingar séu að fórna fimm prósent landsframleiðslu sinni fyrir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni enda hafi eðli samstarfs Rússa og Færeyinga í sjávarútvegi breyst á undanförnum árum. Samningarnir séu nú gerðir á ársgrundvelli og umfang þeirra takmarkaðra. Þó séu umfangsmiklar fjárfestingar í húfi. „Færeyingar hafa verið að fjárfesta í risastórum, velútbúnum, rándýrum úthafsskipum sem eru bókstaflega gerð fyrir veiðar í Barentshafi, bæði í norskri og rússneskri lögsögu. Það er enginn annar staður fyrir þessi skip þanngi að auðvitað skiptir það Færeyinga máli að hafa aðgang að þessum miðum,“ segir hann. Fögur fyrirheit en óljóst um efndirnar Hann segir þó samstarfið hafa dregist saman undanfarin ár samhliða því að heimildir Rússa til að eiga bein viðskipti í Færeyjum hafa verið takmörkuð. „Fram til dagsins í dag gátu þeir landað hérna undir ákveðnum skilyrðum og gátu leitað til hafnar í neyð og keypt sér varahluti ef eitthvað kom upp á. En Evrópusambandið var að herða refsiaðgerðirnar í maí og svo verður að koma í ljós hvað gerist. Nú er lok júlí og við erum ekki að tala um heilsársveiðar. Þetta eru árstíðarbundnar veiðar í lögsögum beggja ríkja og þorri veiðitímabilsins liðinn núna,“ segir Hannes. Af Þinganesi þar sem skrifstofur lögmanns eru.Sven-Erik Arndt/Arterra/Universal Images Group via Getty Þrýstingur jafnt innanlands sem utan- hafi gert ákvörðunina óhjákvæmilega. Ljóst sé þó að töluverðir hagsmunir séu í húfi hjá færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Ef þetta leggst alfarið af gæti orðið effitt fyrir sum þessara fyrirtækja sem hafa verið að fjárfesta í þessum rándýru skipum. Ég held að við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í framkvæmdinni. Það skiptir mestu máli að fylgjast með því hvernig efndirnar verða,“ segir Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum. Áhyggjur af ólöglegum veiðum Norðursjór er ekki eini hluti Norður-Atlantshafs þar sem blikur eru á lofti í fiskveiðistjórnun. Norðmenn og Rússar hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Norðmenn meinuðu nýlega tveimur rússneskum sjávarútvegs að veiða í lögsögu sinni og sigla í norska höfn. Fyrr í dag var ræðismaður Noregs í Rússlandi boðaður á fund utanríkisráðuneytis Rússland þar sem aðgerðunum gegn sjávarútvegsfélugunum rússnesku Norebo og Murman Seafood var formlega mótmælt. Rússar segja þær ólögmætar og brjóta gegn tvíhliða samstarfssamningi ríkjanna um fiskveiðistjórn í Barentshafi.
Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira