Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar 29. júlí 2025 22:01 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun