Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Olena Kondratiuk, varaforseti úkraínska þjóðþings. Verkhovna Rada Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada
Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira