Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:11 Framkvæmdastjóri Landverndar segir forstjóra Landsvirkjunar haga sér líkt og stjórnmálamaður í stað embættismanns. Samsett Framkvæmdastjóri Landverndar lætur hörð orð falla í garð forstjóra Landsvirkjunnar vegna deilna um Hvammsvirkjun. Landeigendur við Þjórsá lögðu fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir vegna virkjunarinnar í gær. „Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg,“ skrifar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar í aðsendri grein á Vísi. Hæstiréttur staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar en héraðsdómur Reykjaness dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Þrátt staðfestingu Hæstaréttar eru framkvæmdir til að undirbúa virkjunina enn í gangi samkvæmt Mbl.is þar sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er enn í gildi. Björg Eva segir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, kenna öllum öðrum um að virkjanaleyfið hafi verið ógilt. Hann hafi tekið að sér hlutverk stjórnmálamanns og þaggi niður umræðu sem sé ekki í hans þágu. „Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök,“ segir Björg Eva. Hörður sagði eftir úrskurð Hæstaréttar að Hvammsvirkjun væri ekki úr myndinni heldur hefðu verið ágallar í málsmeðferðinni. „Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ sagði Hörður. Hann sagði líklegast að sækja þyrfti um nýtt virkjunarleyfi en á milli þess sem málið fór fyrir héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt fékk Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkumálaráðherra lögunum breytt svo Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita breytingar á vatnshloti. Aðferðin minni á heimilisofbeldi „Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið,“ segir Björg Eva. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Efnahagslegt og samfélagslegt tjón hafi hlotist af framkvæmdunum við Þjórsá sem Björg Eva segir vera á ábyrgð Landsvirkjunar. „Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem stóðust ekki lög.“ Staða átakanna sé samfélagslega hættuleg Björg Eva segir þá viðbrögð bæði Harðar og ráðherra valda vanhæfi. Þeir hafi báðir talað dóminn niður, ólíkt Gesti Péturssyni, forstjóra Orkustofnunarinnar sem að sögn Björg Elvu hafi brugðist við dómnum líkt og eðlilegur embættismaður. „Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínum fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst,“ segir Björg Eva. „Svona umgengni um leikreglur samfélagsins eru stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun á virkjunarleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins og hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun.“ Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
„Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg,“ skrifar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar í aðsendri grein á Vísi. Hæstiréttur staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar en héraðsdómur Reykjaness dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Þrátt staðfestingu Hæstaréttar eru framkvæmdir til að undirbúa virkjunina enn í gangi samkvæmt Mbl.is þar sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er enn í gildi. Björg Eva segir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, kenna öllum öðrum um að virkjanaleyfið hafi verið ógilt. Hann hafi tekið að sér hlutverk stjórnmálamanns og þaggi niður umræðu sem sé ekki í hans þágu. „Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök,“ segir Björg Eva. Hörður sagði eftir úrskurð Hæstaréttar að Hvammsvirkjun væri ekki úr myndinni heldur hefðu verið ágallar í málsmeðferðinni. „Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ sagði Hörður. Hann sagði líklegast að sækja þyrfti um nýtt virkjunarleyfi en á milli þess sem málið fór fyrir héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt fékk Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkumálaráðherra lögunum breytt svo Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita breytingar á vatnshloti. Aðferðin minni á heimilisofbeldi „Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið,“ segir Björg Eva. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Efnahagslegt og samfélagslegt tjón hafi hlotist af framkvæmdunum við Þjórsá sem Björg Eva segir vera á ábyrgð Landsvirkjunar. „Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem stóðust ekki lög.“ Staða átakanna sé samfélagslega hættuleg Björg Eva segir þá viðbrögð bæði Harðar og ráðherra valda vanhæfi. Þeir hafi báðir talað dóminn niður, ólíkt Gesti Péturssyni, forstjóra Orkustofnunarinnar sem að sögn Björg Elvu hafi brugðist við dómnum líkt og eðlilegur embættismaður. „Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínum fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst,“ segir Björg Eva. „Svona umgengni um leikreglur samfélagsins eru stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun á virkjunarleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins og hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun.“
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels