Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2025 20:48 Freyr og lærisveinar hans eru úr leik. Isosport/Getty Images Eftir 4-1 tap í Bergen áttu lærisveinar Freys Alexanderssonar litla möguleika fyrir síðari leik sinn gegn Red Bull Salzburg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah frá Armeníu og lagði upp eitt marka liðsins þegar það féll úr leik. Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Sjá meira
Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Sjá meira