Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 31. júlí 2025 11:00 Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður oftast vart ofan við 2.500 til 2.800 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins. Á tindi fjallsins eru aðstæður líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru meðal fyrstu merki hæðarveiki. Léleg áttun og t.d. hrygla og loks lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er áfram ögrað um of. Ef fjallafari klífur fjall og hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á hæstu flugvöllum heims) nær viðkomandi ekki nauðsynlegri aðlögun að aukinni landhæð. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn bregst m.a. við með því að fjölga rauðum blóðkornum og öndun (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að viðhalda og efla súrefnisupptöku. Ekki er talið umtalsvert unnt að auka meðfædda hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er öllum nauðsynlegt í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á lægri stöðum (3.000-4.500 m) í eina eða tvær vikur á undan háfjallaferð og með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, t.d. í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallaferð sé ekki liður í keppni. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli á borð við þau að stöðug inntaka glákulyfsins diamox vegna ferðar á Kilimanjaro jafngildi fyrirfram inntöku malaríulyfs í Afríkuferð duga skammt. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir allt of algengt smit langvinns og hættulegs sjúkdóms. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox eða önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn, drekka nægilega mikið og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast ekki, verða að sættast við þá staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi „lyfseðillinn“, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota fleiri daga til að hækka sig en sofa neðar (stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku). Vinsæl háfjöll, 5000 til 7.000 metra há, eiga ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð, ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man. Fyrir Kilimanjaró eru sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Fjallaferðir eru dægradvöl flestra sem leggja á brattann. Fyrirbyggjandi lyfjanotkun er þar í röngu sæti. Höfundur er áhugamaður um fjallamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fjallamennska Nepal Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður oftast vart ofan við 2.500 til 2.800 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins. Á tindi fjallsins eru aðstæður líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru meðal fyrstu merki hæðarveiki. Léleg áttun og t.d. hrygla og loks lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er áfram ögrað um of. Ef fjallafari klífur fjall og hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á hæstu flugvöllum heims) nær viðkomandi ekki nauðsynlegri aðlögun að aukinni landhæð. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn bregst m.a. við með því að fjölga rauðum blóðkornum og öndun (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að viðhalda og efla súrefnisupptöku. Ekki er talið umtalsvert unnt að auka meðfædda hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er öllum nauðsynlegt í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á lægri stöðum (3.000-4.500 m) í eina eða tvær vikur á undan háfjallaferð og með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, t.d. í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallaferð sé ekki liður í keppni. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli á borð við þau að stöðug inntaka glákulyfsins diamox vegna ferðar á Kilimanjaro jafngildi fyrirfram inntöku malaríulyfs í Afríkuferð duga skammt. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir allt of algengt smit langvinns og hættulegs sjúkdóms. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox eða önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn, drekka nægilega mikið og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast ekki, verða að sættast við þá staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi „lyfseðillinn“, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota fleiri daga til að hækka sig en sofa neðar (stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku). Vinsæl háfjöll, 5000 til 7.000 metra há, eiga ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð, ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man. Fyrir Kilimanjaró eru sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Fjallaferðir eru dægradvöl flestra sem leggja á brattann. Fyrirbyggjandi lyfjanotkun er þar í röngu sæti. Höfundur er áhugamaður um fjallamennsku.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun