„Komið nóg af áföllum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 20:30 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ívar Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels