Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 09:02 Það geta ekki allir skorað þegar þeir eru ekki inn á vellinum en Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur tókst það í gærkvöldi samkvæmt leikskýrslu KSÍ. Getty/Pat Elmont Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira