Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 10:00 Nayib Bukele, forseti El Salvador. AP/Salvador Melendez Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok. El Salvador Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok.
El Salvador Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira