Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer, Snorri Hallgrímsson, Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir, Ida Karólína Harris, Antonia Hamann og Julien Nayet-Pelletier skrifa 1. ágúst 2025 15:10 Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun