Fótbolti

Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhannes Kristinn er mættur til Kolding.
Jóhannes Kristinn er mættur til Kolding. Facebook

Miðjumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik í dönsku B-deildinni í fótbolta þegar Kolding lagði HB Köge 3-1.

Jóhannes Kristinn samdi við Kolding á dögunum eftir að hafa spilað frábærlega með KR í Bestu deild karla í sumar. Hann hóf leik dagsins á bekknum enda rétt náð einni æfingu með liðinu.

Kolding byrjaði leikinn af krafti og var 3-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir höfðu minnkað muninn í 3-1 þegar Jóhannes Kristinn kom inn af bekknum á 83. mínútu. Það reyndust lokatölur leiksins.

Kolding er með sex stig að loknum þremur umferðum í B-deildinni. 

Nóel Atli Arnórsson var ekki í leikmannahóp Álaborgar sem gerði 1-1 jafntefli við Hobro í B-deildinni. Rúnar Alex Rúnarsson var heldur ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar þegar liðið lagði Fredericia 2-0 í efstu deild. Danmerkurmeistararnir eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×