Innlent

Síðustu þrjú bana­slys orðið á sama stað við sömu að­stæður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni á undan. Þetta segir landeigandi en skoða á eftir helgi hvernig grípa megi til frekari öryggisráðstafana. Rætt verður við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu í fréttatímanum um slysið.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um óhugnanlegt myndband, sem Hamas-samtökin birtu í gærkvöldi. Á því má sjá ísraelskan gísl, sem hefur verið í haldi samtakanna í tæp tvö ár, grindhoraðan grafa sína eigin gröf.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og umdeildur þjóðaröryggisráðherra hefur kallað eftir hernámi Gasastrandarinnar, eina ferðina enn. 

Þá verður rætt við Jónas Guðbjörn Jónasson formann Þjóðhátíðarnefndar í beinni útsendingu um hvernig helgin hefur gengið fyrir sig í Vestmannaeyjum og við kíkjum á traktorstorfæru á Flúðum.

Kvöldfréttir má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 3. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×