Innlent

Um­deildum fram­kvæmdum frestað og mengun í drykkjar­vatni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda. Fjallað verður um álið í hádegisfréttum.

Erilsöm nótt var hjá lögreglu um allt land. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í Vestmannaeyjum og voru fimm handteknir vegna hópslagsmála á Akureyri.

Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatninu. Oddviti minnihlutans segir óheppilegt að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant og væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu.

Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunar, fylltust í nótt. Þetta er í fyrsta sinn frá 2019 sem Þórisvatn fyllist.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni  klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×