Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar 4. ágúst 2025 14:32 Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun