Fótbolti

Svaka­leg slags­mál í æfingarleik á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hector Bellerin hjá Real Betis fær ég svæsið spark í höfuðið frá Alberto Moreno í liði Como en eftir þetta brot varð allt vitlaust.
Hector Bellerin hjá Real Betis fær ég svæsið spark í höfuðið frá Alberto Moreno í liði Como en eftir þetta brot varð allt vitlaust. Getty/ Joaquin Corchero

Ítalska félagið Como heimsótti spænska félagið Real Betis í gær í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil. Það lá eitthvað mjög illa á mönnum í Andalúsíu í gærkvöldi og þetta verður seint kallaður vináttuleikur á milli félaganna.

Como var 2-0 yfir í hálfleik en allt varð vitlaust þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Spánverjinn Hector Bellerin hjá Betis og Argentínumaðurinn Massimo Perrone hjá Como lenti þá saman og létu þeir báðir hnefana tala. Þeir fengu síðan báðir rauða spjaldið.

Perrone hafði sparkað áður í höfuðið á Bellerin sem var kveikjan að látunum.

Hector Bellerin er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann hefur verið hjá Betis frá 2023.

Assane Diao og Lucas de Cunha skoruðu mörk Como í fyrri hálfleik en sá fyrrnefndi lék áður með Betis. Isco og Junior Firpo jöfnuðu metin í 2-2 en Iván Azon skoraði sigurmark Como í uppbótatíma.

Como er að hefja sitt annað tímabil í Seríu A eftir að hafa náð tíunda sæti á síðustu leiktíð en þjálfari liðsins er Cesc Fàbregas.

Real Betis er í efstu deild á Spáni en liðið endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá slagmálin í hálfleik. Þar sést að það voru fleiri sem tóku þátt í slagsmálunum en fyrrnefndir leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×