Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. ágúst 2025 07:32 Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun