Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:00 Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar