Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar 9. ágúst 2025 13:00 Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Málefni trans fólks Gleðigangan Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun