Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:02 Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun