Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2025 12:01 Síðastliðinn 6. ágúst voru 80 ár liðin frá hinni grimmilegu kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma sem fylgt var eftir með árás á Nagasakí þremur dögum síðar. Áttatíu ár frá atburðum er yfir hundrað þúsund saklausra borgara voru myrt í einni svipan í vítislogum tveggja kjarnorkuárása. Tugþúsundir fórust í eldhafinu sem geisaði klukkustundum saman í kjölfar sprengjanna, enn fleiri á næstu vikum og mánuðum af völdum brunasára, vegna bráðrar geislunarveiki, skorts á læknisaðstoð, sýkinga og örvilnan yfir missi fjölskyldu, vina og samfélagshruns. Áður en árið 1945 var úti er talið að meira en tvö hundruð þúsund manns hafi látist vegna árásanna, um helmingur í högg- og hitabylgjunni sem fylgdi sprengjunum, hin í kjölfarið. Og fleiri áttu eftir að deyja. Á áratugunum sem fylgdu féllu tugþúsundir í valinn – af völdum geislunar, aukinnar tíðni krabbameina og annarra langvinnra sjúkdóma. Rannsóknir benda til þess að hátt í hálf milljón manna hafi beint og óbeint látið lífið vegna gereyðingarvopnanna sem beitt var gegn Hírósíma og Nagasakí. 80 ár eru mannsævi. Bernska, ungdómur, fullorðinsár. Ævintýri, tækifæri, gleði og sorg. Lykt, bragð, hljóð, snerting, tilfinningar. Af þeim sem létust í Hírósíma og Nagasakí voru um 38 þúsund börn. Börnin sem brunnu og dóu saklaus ættu nú með réttu að njóta kyrrláts ævikvölds, fylgjast með afkomendum, rifja upp minningar, hugsa til bernskuára. Fyrir 80 árum voru þau af fullkomnu miskunnarleysi svipt framtíð sinni á kvalarfullan hátt. Kjarnorkuváin vofir enn yfir Tólf þúsund og þrjú hundruð kjarnaoddar eru taldir vera til í vopnabúrum níu kjarnorkuvelda og þúsundir þeirra eru í skotstöðu, reiðubúnir til notkunar hvenær sem er. Kjarnorkusprengjur dagsins í dag eru flestar margfalt öflugri en sprengjurnar sem sprengdar voru yfir Hírósíma og Nagasakí. Ef aðeins einn þessara kjarnaodda væri sprengdur yfir stórborg myndu milljónir deyja í skelfilegri þjáningu. Þessar níu þjóðir eiga hver um sig nægan fjölda kjarnavopna til að valda hnattrænum hörmungum – ekki þarf að sprengja nema brot af gjöreyðingarvopnum heimsins til að valda stórfelldu áfalli og jafnvel hruni siðmenningar eins og við þekkjum hana. Staðbundið kjarnorkustríð tveggja kjarnorkuvelda myndi vafalaust valda skelfilegum hörmungum fyrir allt mannkyn. Við verðum að horfast í augu við stöðu Íslendinga í þessu samhengi. Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning almennings hérlendis við bann við kjarnavopnum hafa íslensk stjórnvöld staðfastlega neitað að skrifa undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnum af þessu tagi frá árinu 2021. Af trúmennsku við hernaðarbandalag sem lítur á kjarnavopn sem ómissandi hluta af vopnabúri sínu. Heimshorfur Það eru ekki friðvænlegar horfur í heiminum um þessar mundir og enn er saklaust fólk myrt unnvörpum. Þótt kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí fjarlægist í tíma munum við mörg önnur grimmileg stríð og níðingsverk frá árunum eftir seinni heimsstyrjöldina allt til dagsins í dag. Nöfn landanna ýta við okkur; Víetnam, Kambódía, Afganistan, Írak, Bosnía, Rúanda, Súdan, Sýrland, Úkraína, Palestína ... Eins og nú voru illvirkin framin af herjum sem stýrt var af þjóðarleiðtogum og herforingjum sem unnu skipulega að afmennskun ímyndaðs óvinar. Á bak við ódæðin dyljast hagsmunir stórvelda og vopnaframleiðanda, hugmyndir kynþáttahyggju, trúarofstækis og alræðis. Um þessar mundir horfum við upp á ólýsanlega stríðsglæpi Ísraelsmanna sem hafa látið sprengjum rigna yfir Palestínumenn á Gazaströndinni í hátt í tvö ár með gjöreyðingu þess þéttbýla landsvæðis. Í helför sinni á Gaza hafa Ísraelsmenn myrt tugi þúsunda, örkumlað hundruð þúsundir að auki og leitt yfir saklausa íbúa hungursneyð, lyfja- og vatnsskort með því að koma í veg fyrir alþjóðlega neyðaraðstoð. Engum dylst að miskunnarlausar árásir kjarnorkuveldisins Ísraels á Gaza eru margfaldir stríðsglæpir og þjóðarmorð sem munu hafa djúpstæð áhrif á palestínsku þjóðina um alla framtíð, jafnvel þótt glæpirnir yrðu stöðvaðir strax í dag. Samfélagið á Gaza er hrunið til grunna en munum að rasistarnir í ríkisstjórn Netanjahús eru ekki einir á báti. Þeir eru í heilögu bandalagi – efnahagslegu og pólitísku – við Vesturlönd, sem hafa um árabil fóðrað ísraelska herinn með stríðstólum af fullkomnustu gerð. Í Ísrael hefur mannkærleikur beðið skipbrot en trúarofstæki og kynþáttahatur tekið öll völd. Á meðan fasísk stjórnvöld þar murka lífið úr íbúum Gaza horfa yfirvöld á Vesturlöndum í hina áttina. Friður Við þurfum frið. Friður hverfist um samhygð og umhyggju fyrir lífi hvers einstaklings. Hann snýst um mannlega reisn og réttindi allra til að lifa í óttaleysi frá árásum og ofsóknum. Ófriður er andstæða þessa. Hann snýst um valdatafl stórvelda, vopnaframleiðslu, uppgang öfgastefnu og afmennskun annarra þjóða og minnihlutahópa. Stríð byggjast á miskunnarleysi, yfirgangi og fullkomnu skeytingarleysi um manngildi og mannréttindi. Áttatíu ár eru kappnógur tími til að gleyma – en sumt má ekki falla í gleymskunnar dá. Tveimur árum eftir kjarnorkuárásirnar komu japanskir friðarsinnar saman í Hírósíma til að minnast fórnarlamba árásanna. Þeir fleyttu kertum niður Motoyasu-ána – framhjá Genbaku-hvelfingunni, minnisvarðanum sem stóð af sér árásina á borgina. Þetta hafa þeir gert hvert ár síðan til að minnast þeirra sem svipt voru lífi sínu og vonum – og tala fyrir friði og heimi án kjarnavopna. Minningarathafnir um kjarnorkuárásirnar eru nú haldnar um allan heim. Fyrsta kertafleytingin á Reykjavíkurtjörn var haldin 6. ágúst 1985. Þá voru fjörutíu ár liðin frá árásunum, núna eru þau áttatíu. Fljótt verður öld liðin og þannig líða ár og áratugir frá atburðunum. Þeim fækkar sem voru komin til vits og ára árið 1945. Kjarnorkuárásirnar eru fæstum persónuleg minning heldur hryllilegur stríðsglæpur í fortíðinni sem ekki má gleymast. Með því að minnast kjarnorkuárásanna rifjum við ekki upp eigin upplifun – heldur höldum við á lofti minningu þeirra sem létu lífið í kjarnorkuárásunum, og brýnum um leið hvert annað til dáða í baráttunni fyrir friði og heimi án kjarnavopna. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seinni heimsstyrjöldin Snæbjörn Guðmundsson Hernaður Japan Kjarnorka Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn 6. ágúst voru 80 ár liðin frá hinni grimmilegu kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma sem fylgt var eftir með árás á Nagasakí þremur dögum síðar. Áttatíu ár frá atburðum er yfir hundrað þúsund saklausra borgara voru myrt í einni svipan í vítislogum tveggja kjarnorkuárása. Tugþúsundir fórust í eldhafinu sem geisaði klukkustundum saman í kjölfar sprengjanna, enn fleiri á næstu vikum og mánuðum af völdum brunasára, vegna bráðrar geislunarveiki, skorts á læknisaðstoð, sýkinga og örvilnan yfir missi fjölskyldu, vina og samfélagshruns. Áður en árið 1945 var úti er talið að meira en tvö hundruð þúsund manns hafi látist vegna árásanna, um helmingur í högg- og hitabylgjunni sem fylgdi sprengjunum, hin í kjölfarið. Og fleiri áttu eftir að deyja. Á áratugunum sem fylgdu féllu tugþúsundir í valinn – af völdum geislunar, aukinnar tíðni krabbameina og annarra langvinnra sjúkdóma. Rannsóknir benda til þess að hátt í hálf milljón manna hafi beint og óbeint látið lífið vegna gereyðingarvopnanna sem beitt var gegn Hírósíma og Nagasakí. 80 ár eru mannsævi. Bernska, ungdómur, fullorðinsár. Ævintýri, tækifæri, gleði og sorg. Lykt, bragð, hljóð, snerting, tilfinningar. Af þeim sem létust í Hírósíma og Nagasakí voru um 38 þúsund börn. Börnin sem brunnu og dóu saklaus ættu nú með réttu að njóta kyrrláts ævikvölds, fylgjast með afkomendum, rifja upp minningar, hugsa til bernskuára. Fyrir 80 árum voru þau af fullkomnu miskunnarleysi svipt framtíð sinni á kvalarfullan hátt. Kjarnorkuváin vofir enn yfir Tólf þúsund og þrjú hundruð kjarnaoddar eru taldir vera til í vopnabúrum níu kjarnorkuvelda og þúsundir þeirra eru í skotstöðu, reiðubúnir til notkunar hvenær sem er. Kjarnorkusprengjur dagsins í dag eru flestar margfalt öflugri en sprengjurnar sem sprengdar voru yfir Hírósíma og Nagasakí. Ef aðeins einn þessara kjarnaodda væri sprengdur yfir stórborg myndu milljónir deyja í skelfilegri þjáningu. Þessar níu þjóðir eiga hver um sig nægan fjölda kjarnavopna til að valda hnattrænum hörmungum – ekki þarf að sprengja nema brot af gjöreyðingarvopnum heimsins til að valda stórfelldu áfalli og jafnvel hruni siðmenningar eins og við þekkjum hana. Staðbundið kjarnorkustríð tveggja kjarnorkuvelda myndi vafalaust valda skelfilegum hörmungum fyrir allt mannkyn. Við verðum að horfast í augu við stöðu Íslendinga í þessu samhengi. Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning almennings hérlendis við bann við kjarnavopnum hafa íslensk stjórnvöld staðfastlega neitað að skrifa undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnum af þessu tagi frá árinu 2021. Af trúmennsku við hernaðarbandalag sem lítur á kjarnavopn sem ómissandi hluta af vopnabúri sínu. Heimshorfur Það eru ekki friðvænlegar horfur í heiminum um þessar mundir og enn er saklaust fólk myrt unnvörpum. Þótt kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí fjarlægist í tíma munum við mörg önnur grimmileg stríð og níðingsverk frá árunum eftir seinni heimsstyrjöldina allt til dagsins í dag. Nöfn landanna ýta við okkur; Víetnam, Kambódía, Afganistan, Írak, Bosnía, Rúanda, Súdan, Sýrland, Úkraína, Palestína ... Eins og nú voru illvirkin framin af herjum sem stýrt var af þjóðarleiðtogum og herforingjum sem unnu skipulega að afmennskun ímyndaðs óvinar. Á bak við ódæðin dyljast hagsmunir stórvelda og vopnaframleiðanda, hugmyndir kynþáttahyggju, trúarofstækis og alræðis. Um þessar mundir horfum við upp á ólýsanlega stríðsglæpi Ísraelsmanna sem hafa látið sprengjum rigna yfir Palestínumenn á Gazaströndinni í hátt í tvö ár með gjöreyðingu þess þéttbýla landsvæðis. Í helför sinni á Gaza hafa Ísraelsmenn myrt tugi þúsunda, örkumlað hundruð þúsundir að auki og leitt yfir saklausa íbúa hungursneyð, lyfja- og vatnsskort með því að koma í veg fyrir alþjóðlega neyðaraðstoð. Engum dylst að miskunnarlausar árásir kjarnorkuveldisins Ísraels á Gaza eru margfaldir stríðsglæpir og þjóðarmorð sem munu hafa djúpstæð áhrif á palestínsku þjóðina um alla framtíð, jafnvel þótt glæpirnir yrðu stöðvaðir strax í dag. Samfélagið á Gaza er hrunið til grunna en munum að rasistarnir í ríkisstjórn Netanjahús eru ekki einir á báti. Þeir eru í heilögu bandalagi – efnahagslegu og pólitísku – við Vesturlönd, sem hafa um árabil fóðrað ísraelska herinn með stríðstólum af fullkomnustu gerð. Í Ísrael hefur mannkærleikur beðið skipbrot en trúarofstæki og kynþáttahatur tekið öll völd. Á meðan fasísk stjórnvöld þar murka lífið úr íbúum Gaza horfa yfirvöld á Vesturlöndum í hina áttina. Friður Við þurfum frið. Friður hverfist um samhygð og umhyggju fyrir lífi hvers einstaklings. Hann snýst um mannlega reisn og réttindi allra til að lifa í óttaleysi frá árásum og ofsóknum. Ófriður er andstæða þessa. Hann snýst um valdatafl stórvelda, vopnaframleiðslu, uppgang öfgastefnu og afmennskun annarra þjóða og minnihlutahópa. Stríð byggjast á miskunnarleysi, yfirgangi og fullkomnu skeytingarleysi um manngildi og mannréttindi. Áttatíu ár eru kappnógur tími til að gleyma – en sumt má ekki falla í gleymskunnar dá. Tveimur árum eftir kjarnorkuárásirnar komu japanskir friðarsinnar saman í Hírósíma til að minnast fórnarlamba árásanna. Þeir fleyttu kertum niður Motoyasu-ána – framhjá Genbaku-hvelfingunni, minnisvarðanum sem stóð af sér árásina á borgina. Þetta hafa þeir gert hvert ár síðan til að minnast þeirra sem svipt voru lífi sínu og vonum – og tala fyrir friði og heimi án kjarnavopna. Minningarathafnir um kjarnorkuárásirnar eru nú haldnar um allan heim. Fyrsta kertafleytingin á Reykjavíkurtjörn var haldin 6. ágúst 1985. Þá voru fjörutíu ár liðin frá árásunum, núna eru þau áttatíu. Fljótt verður öld liðin og þannig líða ár og áratugir frá atburðunum. Þeim fækkar sem voru komin til vits og ára árið 1945. Kjarnorkuárásirnar eru fæstum persónuleg minning heldur hryllilegur stríðsglæpur í fortíðinni sem ekki má gleymast. Með því að minnast kjarnorkuárásanna rifjum við ekki upp eigin upplifun – heldur höldum við á lofti minningu þeirra sem létu lífið í kjarnorkuárásunum, og brýnum um leið hvert annað til dáða í baráttunni fyrir friði og heimi án kjarnavopna. Höfundur er jarðfræðingur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun