Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 13:02 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
POTS-heilkennið svokallaða er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og eru einkenni þess margvísleg. Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum en Sjúkratryggingar hyggjast hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar í lok september. Sjá einnig: Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Vökvagjöfin er úrræði sem Samtök um POTS á Íslandi meðal annarra segja að skipti sköpum fyrir þau sem glíma við heilkennið. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðunin hafi verið tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og að almennt sé engin réttlæting til staðar fyrir umræddri meðferð við POTS. Samtök um POTS á Íslandi hafa gagnrýnt áformin og segja að þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Alma Möller heilbrigðisráðherra kveðst ekki hafa ástæðu til annars en að treysta ákvörðun Sjúkratrygginga. „Ég hef engar forsendur til að rengja niðurstöður sem að bæði Sjúkratryggingar og Landlæknir hafa komist að eftir mjög nána yfirlegu. Þannig það er jú Landlæknir sem að veitir ráðgjöf í þessu tilfelli Sjúkratryggingum og ég hef skoðað málin og efast ekki um þá niðurstöðu. En vissulega get ég haft skilning á því að það sé erfitt að hætta í meðferð sem þú trúir á,“ segir Alma. Áfram niðurgreitt í undantekningartilfellum Fréttastofa hefur leitað svara frá Sjúkratryggingum Íslands, Embætti landlæknis og frá heilbrigðisráðuneytinu um það hvort vökvagjöf muni áfram standa POTS-greindum til boða niðurgreidd á öðrum heilbrigðisstofnunum, en umrædd ákvörðun nær til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Þegar þetta er skrifað höfðu ekki fengist skýr svör við því hvort eða að hvaða marki umrædd meðferð kunni að standa til boða hjá heilbrigðisstofnunum hins opinbera, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Í bréfi Sjúkratrygginga til Samtaka um POTS á Íslandi um ákvörðunina er aðeins vísað til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna, en fyrir liggur að það er á þeim vettvangi sem langflestar vökvagjafir hafa farið fram undanfarin ár. Í bréfinu kemur þó fram að veittar verði undanþágur í ákveðnum tilfellum. Annars vegar ef um er að ræða lyfjameðferðarbrest og erfið bráð einkenni þar sem ráðlög meðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri, og hins vegar í tengslum við skurðaðgerðir. Í báðum undantekningartilfellum sem tilgreind eru í bréfinu er ekki gert ráð fyrir fleiri en fjórum meðferðum á hverju tólf mánaða tímabili.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira