Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar 13. ágúst 2025 18:01 Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun